Sport á Spáni segir að Mo Salah og umboðsmaður hans hafi sett sig í samband við Barcelona og vilji ganga í raðir félagsins í sumar.
Salah verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og má því ræða við félög utan Englands.
Ekkert hefur þokast í viðræðum Salah við Liverpool um nýjan samning.
Samkvæmt frétt Sport túlka forráðamenn Barcelona þetta þannig að Salah vilji burt frá Liverpool.
Lið í Sádí Arabíu vilja fá Salah í sumar en hann er sagður vilja vera áfram í Evrópu. Óvíst er hins vegar hvort Barcelona geti rifið fram þann launatékka sem Salah telur sig eiga skilið.
Tímasetningin á þessum fréttum vekur athygli en Liverpool á stórleik gegn PSG í Meistaradeildinni í kvöld.