fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:55

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti Arnarsson fór illa með vin sinn, kokkinn Hauk Má Hauksson, og lét hann bakka á og valda tjóni á hvítum blæjubíl sem sá síðarnefndi var að keyra í Tenerife í byrjun árs.

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þennan sólríka dag í hlaðvarpinu Betkastið.

„Það var nýkomin frétt um að maðurinn væri að velta 800 milljónum þannig ég bara gerði þetta fyrir góða fólkið, láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því,“ segir Arnar.

„Ef ég segi ykkur bara satt, hann var vel tryggður. Ég vissi það, þannig ég svona… Hmm, þetta er alveg þess virði fyrir þetta myndband.“

Arnar viðurkennir að hann veit ekkert hvernig það hafi farið með tryggingarnar hjá Hauki. „Þetta var gott djók, fannst mér,“ segir hann og bætir við: „Hann var ekkert að gráta yfir þessu.“

Arnar segir bílinn líka hafa verið ljótan. „Þetta fór viral í Þýskalandi, þar var fólk brjálað aðallega yfir því hvað þetta var ljótur bíll.“

@betkastid Þeir ríku finna ekki mikið fyrir þessu greinilega #fyp #iceland #betkastið #podcast #curlyfm #dasauto @CURLY FM ♬ original sound – Betkastið

Myndbandið umtalaða

Arnar birti myndband af hrekknum á Instagram sem vakti mikla athygli og fjallaði DV um málið á sínum tíma., Arnar og Haukur voru á eyjunni fögru í janúar vegna fimmtugsafmælis Ásgeirs Kolbeinssonar.

Þeir voru með hvítan blæjubíl á leigu og þurfti Haukur aðstoð við að bakka honum út úr bílskúr. Arnar var að leiðbeina Hauki: „Góður, já, góður, já, góður, bakka, bakka,“ en sagði honum að halda áfram að bakka, þó hann væri kominn of nálægt veggnum, sem endaði með því að Haukur bakkaði á.

Horfðu á myndbandið hér að neðan, ef færslan birtist ekki smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lil Curly (@lilcurlyhaha)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“

„Ég fékk að vita að fólk í þessum hópi hefur oft miklu að tapa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Gellufrí, sveittir kroppar og djammandi mömmur

Vikan á Instagram – Gellufrí, sveittir kroppar og djammandi mömmur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró