Hörmungar Kalvin Phillips hjá Manchester City taka líklega enda í sumar en enskir miðlar segja líklegt að hann fari þá aftur heim til Leeds.
Kalvin var keyptur til City fyrir tæpum þremur árum en hefur aldrei fundið sig á Ethiad.
Hann hefur verið á láni hjá Ipswich á þessu tímabili enn ekki náð að finna sitt gamla form.
Kalvin er 29 ára gamall og þegar hann lék með Leeds átti hann fast sæti í enska landsliðinu.
Hann var lánaður til West Ham í fyrra en hefur ekki fundið sama takt og hann sýndi hjá Leeds.
Leeds er líklega á leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina og yrði Phillips lykilmaður þar á næstu leiktíð.