Ákæra hefur verið gefin út í Lögbirtingablaðinu á hendur íslenskri konu sem skráð er með búsetu í Noregi fyrir að aka bifreið á Norðurlandi undir áhrifum kókaíns með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði utan vegar.
Konunni er stefnt til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands Vestra þegar mál hennar verður tekið fyrir í lok apríl. Konan er ákærð fyrir hafa aðfaranótt miðvikudagsins 23. ágúst 2023 ekið bifreiðinni norður Norðurlandsfjallsveg við Stóru-Giljá í Húnabyggð, og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar, óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa kókaíns. Magns kókaíns í blóði konunnar reyndist 75 nanógrömm per millilítra.
Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.
Samkvæmt ákærunni er heimilisfang konunnar í Noregi óþekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta henni ákæruna og þar með farin sú leið að birta hana í Lögbirtingablaðinu.