Lyfin hafa hjálpað fólki að missa mikla líkamsþyngd á stuttum tíma, en er það endilega gott?
Læknirinn Donald Grant afhjúpar stærstu mistökin sem fólk gerir þegar það byrjar á þyngdarstjórnunarlyfi á borð við Ozempic í samtali við DailyMail.
Hann segir að það versta sem fólk getur gert er að taka of mikið of hratt, þá að fólk taki of stóran skammt þegar það byrjar á lyfinu.
Læknirinn segir notendur Wegovy og Mounjaro venjulega á 0,25 milligramma sprautu fyrstu fjórar vikurnar áður en skammturinn er stækkaður. En sumir eiga það til að vilja byrja á stærri skammti og halda að þýði að þeir muni léttast hraðar, en að sögn Grant þá getur það aukið líkurnar á aukaverkunum til muna. Algengar aukaverkanir eru höfuðverkur, flökurleiki, þreyta, hægðartregða og uppköst. Einnig geta sjaldgæfari, en alvarlegri, aukaverkanir komið fram, eins og brisbólga.
„Líkamar okkar þurfa tíma til að aðlagast meðferðinni, þannig að byrja á hærri skammti gæti gert aukaverkanirnar verri,“ segir hann.
„Ég ráðlegg fólki að ræða við lækninn sinn áður en það stækkar skammtinn,“ segir hann.
Sjá einnig: Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera