fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Pressan
Þriðjudaginn 11. mars 2025 22:00

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mörg undarleg símtöl sem neyðarlínum víða um heim berast daglega. Nýlega barst neyðarlínunni í Loxahatchee í Flórída eitt slíkt þegar Justin Blaxton hringdi.

Blaxton, sem er 34 ára, sagðist ætla að ráða Donald Trump af dögum og að hann ætlaði einnig að „eyða“ New York.

Blaxton bað neyðarvörðinn um að „senda Donald Trump heim til hans“ svo hann gæti ráðið hann af dögum.

Hann hringdi ítrekað til að skýra frá þessu og sagðist einnig hafa hakkað sig inn í flugskeytakerfi Bandaríkjanna og ætlaði að „eyða“ New York.

„Ég vil fá Donald Trump. Morgundagurinn verður síðasti dagur hans hér á jörðinni,“ sagði hann í einu símtalinu og bætti við að það yrði að senda forsetann heim til hans, að öðrum kosti myndi hann drepa syni hans.

Í enn einu símtalinu sagði hann: „Ég þarf far út á flugvöll til að geta farið í Hvíta húsið til að myrða forsetann.“

Hann var að lokum handtekinn. Hann á sér sögu um andleg veikindi og hefur ítrekað hringt í neyðarlínuna með margvíslegar hótanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona gæti fólk litið út eftir 1.000 ár

Svona gæti fólk litið út eftir 1.000 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök Gene Hackman og eiginkonu hans opinberuð

Dánarorsök Gene Hackman og eiginkonu hans opinberuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun