Það gengur mjög erfiðlega hjá Rasmus Hojlund framherja Manchester United þessa dagana en hann hefur átt í stökustu vandræðum með að skora mörk.
Þessi 22 ára gamli danski framherjinn hefur fengið mikla gagnrýni síðustu vikur.
Hojlund hefur ekki getað skorað síðustu mánuði en hann hefur skorað sjö mörk í 37 leikjum á þessu tímabili.
Eftir 1-1 jafntefli gegn Arsenal á sunnudag fékk danski framherjinn faðmlag og ráð frá Peter Schmeichel, fyrrum markverði félagsins.
Hojlund virtist mjög langt niðri en hann byrjaði á bekknum gegn Arsenal og reyndi Schmeichel að stappa í hann stálinu.
Samtal þeirra er hér að neðan.
Rasmus Hojlund was seen having a chat with Peter Schmeichel after the Arsenal game. He's clearly going through a tough time 🥹
via @____________Erapic.twitter.com/u2Ke5XYUzS
— utdreport (@utdreport) March 10, 2025