Hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar Þróttar Reykjavíkur á rekstrarárinu 2024 að fjárhæð 8,8 m.kr. Eigið fé í lok ársins var jákvætt um 35,9 m.kr. skv. efnahagsreikningi
Tekjur knattspyrnudeildar Þróttar jukust um tæpar 50 milljónir króna frá árinu 2023 og voru 281 milljón á síðasta ári.
Félagið skuldar 14 milljónir króna og hækka skuldir deildarinnar um fimm milljónir á milli ára.
Meira:
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára
Ársreikningurinn er fyrir alla flokka sem Þróttur heldur úti og voru tekjur af æfingagjöldum 90 milljónir króna og hækkuðu um 17 milljónir á milli ára.
Kostnaður við þjálfara og leikmenn voru 182 milljónir króna og hækkuðu þær tölur mikið á milli ára, borgaði Þróttur 146 milljónir króna í laun árið 2023.
Þróttur gerði vel í Lengjudeild karla í fyrra og í Bestu deild kvenna átti liðið góða spretti.