Declan Rice, leikmaður Arsenal, gefst ekki upp í titilbaráttunni á Englandi þó Liverpool sé nú með 15 stiga forskot.
Arsenal missteig sig gegn Manchester United í gær, en Rice skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli. Liverpool vann sinn leik gegn Southampton um helgina.
„Við munum gefa allt okkar það sem eftir lifir tímabils. Liverpool hefur staðið sig ótrúlega og þeir eiga hrós skilið, en þetta er ekki búið. Við erum Arsenal,“ sagði Rice eftir leik.
Aðeins tíu umferðir eru eftir af deildinni og ljóst er að þrátt fyrir ummæli Rice kemur fátt í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari.