fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fókus

Ásdís Rán og Þórður Daníel glæsileg í ítalskri veislu: „Kvöldið var algjörlega töfrandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. mars 2025 11:59

Ásdís Rán og Þórður Daníel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ásdís Rán Gunnarsdóttir og kærasti hennar, Þórður Daníel Þórðarson, mættu í sínu fínasta pússi í glæsilega veislu á vegum ítalska sendiráðsins í Búlgaríu.

Venetian Gala er árlegur viðburður sem færir töfra ítalskrar menningar til Búlgaríu.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

„Kvöldið var algjörlega töfrandi,“ sagði Ásdís Rán í samtali við DV.

„Allt frá fallegum ítölskum handmáluðum grímum og dýrindis mat til fyrsta flokks vína – þetta var eins og að stíga inn í annað tímabil í hjarta Feneyja.“

Ásdís Rán og Þórður vöktu mikla athygli á rauða dreglinum, enda einkar glæsilegt par. Þau tóku þátt í grímudansinum sem vekur mikla lukku á hverju ári.

„Það var svo magnað að sjá alla með þessar fallegu feneysku grímur, sem gestir fengu í gjöf, og upplifa dásamlega ítalska stemningu í hjarta Sofiu í Búlgaríu,“ bætti Ásdís við. „Nú þurfum við að skella okkur í heimsókn til Feneyja!“

Þórður tók undir með sinni heittelskuðu og sagði að kvöldið hafi verið einstök upplifun.

Þetta gaf Ásdísi góða hugmynd. „Kannski kemur að því að ég setji upp íslenskan viðburð hér í Búlgaríu,“ segir hún.

Sjáðu fleiri myndir frá kvöldinu hér að neðan.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró

Kristjana stekkur beint út í djúpu laugina og stofnar fyrirtæki með Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar