Jurgen Klopp segist sjá eftir því að hafa ekki fengið þá Heung-Min Son og Kevin De Bruyne þegar hann var stjóri Dortmund á sínum tíma.
Klopp hætti auðvitað með Liverpool í fyrra eftir níu mögnuð ár á Anfield, en þar áður gerði hann garðinn frægan hjá Dortmund.
„Ég man ekki einu sinni af hverju við fengum Son ekki en svo mætti ég honum í ensku úrvalsdeildinni og hugsaði: „Þú ert heimskur.“ Þetta var klikkað,“ segir Klopp.
„Við vorum mjög nálægt því að fá De Bruyne. Svo rústaði hann okkur í úrslitum þýska bikarsins með Wolfsburg. Það var tvöfalt högg.“
Son fór til Hamburg frá Bayer Leverkusen 2013 og sló þar í gegn áður en hann fór til Tottenham. De Bruyne var á mála hjá Chelsea en sló í gegn með Wolfsburg eitt tímabil, 2014-2015, áður en hann var keyptur til Manchester City.
Klopp segir enn fremur að hann hafi misst af því að sækja Sadio Mane sem stjóri Dortmund, en það gerði hann ári síðar sem stjóri Liverpool.