Fyrir nokkrum dögum birti hann færslu um „hvernig skal nálgast konu.“ Hann gaf nokkur ráð, eins og að breyta viðhorfinu, hætta að ofhugsa, nota hrós til að hefja samtalið, hlusta til að skilja – ekki bara til að svara, vera forvitinn og svo framvegis.
Hann ákvað að fara með þessa nálgun út á götur Los Angeles og tala við ókunnuga konu. Á meðan var vinur hans á myndavélinni og tók samskipti þeirra upp.
Beggi stöðvaði konuna og spurði hana nokkurra spurninga, eins og hvað hún væri að gera og hvaðan hún væri. Hann spurði síðan hvort hún myndi vilja „tengjast“ á Instagram og virtist hún byrja að fylgja honum á Instagram. En Begga hefur gengið erfiðlega að hafa upp á henni. „Ellie, ég finn þig ekki á fylgjendalistanum mínum, ef þú sérð þetta sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig,“ skrifaði hann og bætti við hláturtjákni.
Ef þú sérð ekki myndbandið hér að neðan, prófaðu að smella hér eða endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Í færslunni hér að neðan geturðu séð ráðin sem voru minnst á hér að ofan.
View this post on Instagram