Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði lítinn áhuga á að ræða titilbaráttuna eftir að Arsenal missteig sig enn á ný á Old Trafford í gær.
Manchester United og Arsenal gerðu þar 1-1 jafntefli og var það í raun fyrrnefnda liðið, sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem var nær því að stela sigrinum.
Liverpool er nú með 15 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar og var Arteta spurður að því eftir leik hvort það væri ekki eftirsjá yfir að hafa ekki sótt framherja í janúarglugganum, eins og margir kölluðu eftir, enda Arsenal liðið ansi bitlaust oft á tíðum.
„Þetta snýst ekki um það,“ svaraði Arteta þá og gerði sig kláran í að yfirgefa viðtalið.
Hann var svo spurður að því hvort munurinn á Liverpool og Arsenal væri orðinn of mikill til að geta náð þeim. Þá þakkaði Arteta fyrir sig og gekk úr viðtalinu.
Myndband af þessu er hér að neðan.