Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? Netverji sem spurði að því í Facebook-hópnum Sparnaðartips fékk margar tillögur frá hópmeðlimum, mis áhugaverðar og sumar ekki alveg löglegar.
„Hvað eruð þið að gera til að fá smá aukapening?“ spurði færsluhafi undir nafnleynd. Það stóð ekki á svörum við spurningunni en tæpar 100 athugasemdir eru við færsluna.
„Gera skattframtöl fyrir fólk,“ svarar einn og segist svo aðspurður taka 30.000 kr. fyrir en meira ef það er mjög flókið og umfangsmikið.
„Bíða eftir söfnun eins og til til dæmis Gofundme fyrir mig,“ segir annar.
Nokkrir segjast einfaldlega vinna tvær vinnur. Aðrir segjast vinna aukavinnu við að þjóna í veislum og á viðburðum.
Herbalife er greinilega enn málið því tvær konur segjast ráðleggja fólki með þann lífsstíl, ráðgjöfin sé frí, tekjurnar skili sér ef fólk kaupi vörurnar af þeim. „Kynna og selja heilsuvörur sem ég hef notað sjálf og elskað í 13 ár. Búin að kynna þær í nokkur ár on and off og fæ alltaf eitthvað í hverjum mánuði. Ef ég færi all in gæti ég vel verið með meira en finnst ágætt að hafa þetta alltaf til hliðar. Fór einnig í fría siglingu með öllu inniföldu um Miðjardarhafið fyrir góðan árangur. Þannig já elska þetta,“ segir önnur þeirra.
Kona ein segist hekla bangsa og selja þá.
Karlmaður mælir með harkaraprófinu og að leysa af á leigubíl. „Keyri Taxa hjá Hreyfli um helgar, og þegar ég er í vaktafríi. Mæli með og góð innkoma og keyri alltaf á nýlegum bílum líka flott vinna í afleysingum og hvers konar fríum og sumarfríum.“
Aðspurður hvort þurfi ekki rándýrt nám til að fá réttindin svarar maðurinn því til að það kosti 60 þúsund krónur og taki hálfa helgi að vinna kostnaðinn upp. Kona nokkur segir kostnaðinn hálf – 1 milljón, svo þurfi að sækja um hjá Hreyfli og það sé víst 1-2 ára bið ef menn komist inn yfirhöfuð. Henni er bent á að líklega sé hún að rugla með fjárhæð og taka allt bílprófið sem kostnað, engin bið sé eftir að komast inn og vanti fólk til að leysa af og margar konur að leysa af.
„Maður segir nú ekki frá ölum brögðunum,“ svarar einn.
Nokkrir leggja til OnlyFans, svo sé einnig hægt að selja tásumyndir, Einn segist fara beint á hornið og bretta upp einni buxnaskálm. „Ætlaði að vinna á horninu enn það er ekki mikil eftirspurn af 5 sekúndna skemmtun,“ segir einn karlmaður.
Nokkrir leggja til starfsemi sem fellur ekki innan ramma laganna:
„Stunda ólöglega glæpastarfsemi.“
„Er catalina ngoco ekki enn með starfsemi hér á landi?“
„Líka hægt að brjótast inn í hús eða ræna dýrum fatnaði í íþróttahúsum.“
Enn líklega borga glæpir sig ekki, þar sem einn segir: „Ég var meðlimur í Sólheimajökuls genginu en í dag þríf ég airbnb íbúðir.“
Hér má sjá fleiri tillögur til að verða sér úti um aukatekjur:
„Spara, vera bara heima.“
„Smíða og leiðsegja ferðamönnum.“
„Tek að mér tónlistargigg eða handavinnuverkefni, sel dót á nytjamarkaði.“
„Vinn aukavinnu sem er liðveisla.“
„Hringja í skattinn og fá leiðréttingu frá þeim. Sparaði mér um 100.000kr. Líka endilega fá þér aukavinnu.“
„Suða í kæró.“
„Selja dót og föt sem við erum hætt að nota. Loppumarkaði.“
„Prjóna fyrir handprjónasambandið.“
„Trade á btc/usdt, 3wf company. Hef hagnast.“
„Tek aukavaktir og er að vinna í smá business hugmynd.“
„Skrifa bækur. Rosalegar tekjur, eða þannig.“
„Aukakennsla.“
„Var á tímabili bæði að þjóna og selja prjónles.“
„Hlaðvarp og aukavinna.“
„Þessi þráður er snilld. En já selja óþarfa dót á loppumarkaði osfv er mjög sniðugt, svo kannski skutla fyrir aha?“
„Selja dubai súkkulaði.“
„Húðflúra.“
„Taka að þér að fara út með hunda í göngutúr, þrífa hús og taka til í geymslum (þær eru oft mjög slæmar) baka fyrir fólk..Svo þegar vorar, þá bjóða upp á að hreinsa til í görðunum hjá fólki..“
„Þjálfa hesta fyrir fólk, skella mér í reiðtúr á hrossum sem fólk hefur kannski ekki tíma til að ríða út á.“
„Pabbi minn lagaði net.“
„Veit um aðila sem er með lítinn plex aðgang og fær 200-300 þús auka fyrir.. Get þá ekki ímyndað mér hvað stærri aðgangarnir eru að fá! Svo ef þú kannt á svona mæli ég með!“
„Fjárfesta. Bankarnir eru oft með námskeið.“