fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Valdimar skorar á Gísla að segja frá fundinum – „Hvað var í gangi þarna?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Olsen, sem sat um tíma að ósekju í gæsluvarðhaldi í Geirfinnsmálinu, skorar á réttarsálfræðinginn Gísla Guðjónsson að segja frá því sem fram fór á fundi hans með sakborningum í Síðumúlafangelsinu á gamlársdag 1976.

Valdimar skrifar grein í Morgunblaðið í dag, undir yfirskriftinni Hvað gerði Gísli Guðjónsson fyrir rannsókn Geirfinnsmálsins? þar sem hann viðrar þessa áskorun sína. Vísar hann meðal annars til umfjöllunar um Gísla á mbl.is þann 16. febrúar síðastliðnum þar sem komið var inn á Geirfinnsmálið. Í grein sinni segir Valdimar:

„Hinn 16. fe­brú­ar síðastliðinn birt­ist grein á mbl.is um Gísla Guðjóns­son. Þar fór hann í gegn­um mál sem hann kom að, og var blaðamaður­inn mjög upp­veðraður af ár­angri Gísla. Hann minnt­ist einnig á Geirfinns­málið, en það ligg­ur ekki ljóst fyr­ir hvað hann gerði í því máli, eða hvaða heiður hann tel­ur sig eiga í þeirri rann­sókn. Hon­um verður tíðrætt um falsk­ar játn­ing­ar. Það hef­ur verið rauður þráður í kenn­ing­um Gísla mjög lengi, og má skilja hann svo að þær hafi komið við sögu í Geirfinns­mál­inu. Svarið við spurn­ing­unni í fyr­ir­sögn­inni er ein­fald­lega: Hann eyðilagði rann­sókn­ina!“

Var ekki í rannsóknarhópnum

Valdimar rifjar svo upp að þann 31. desember 1976 hafi Gísli farið í Síðumúlafangelsi, ásamt sakadómara sem nú er látinn, og fékk að fara inn í klefa til sakborninga málsins til að framkvæma svokallaða lygamælingu.

„Rétt er að taka fram að Gísli var ekki í rann­sókn­ar­hópn­um sem fór með rann­sókn máls­ins, og Karl Schutz var í stuttu jóla­leyfi þenn­an dag í Þýskalandi, hann kom heim 2-3 dög­um seinna. Eng­inn rann­sókn­ar­maður í hópi Karls Schutz var viðstadd­ur,“ segir Valdimar en Schutz þessi, sem var þýskur rannsóknarlögreglumaður, kom að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála á árunum 1976 til 1977.

Hver leyfði heimsóknina?

Valdimar segir að það veki furðu hvað fangelsisyfirvöld voru að hugsa og þau viti svo sannarlega hvað gæsluvarðhald þýðir.

„Hvers vegna leyfðu þeir Gísla að fara inn til sak­born­ing­anna? Saka­dóm­ar­inn, sem var með hon­um, tók held­ur ekki þátt í rann­sókn­inni, og þess vegna verður það enn furðulegra, hvað var í gangi þarna? Hver eig­in­lega leyfði þessa heim­sókn Gísla í Síðumúlafang­elsið? Ekki var það Karl Schutz, né nokk­ur úr rann­sókn­art­eym­inu.”

Valdimar tekur einnig fram að á þessum tíma hafi Gísli aðeins verið í námi.

„Það sem gerðist þarna var að með þessu rauf hann gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð sak­born­ing­anna, og þar með varð Gísli van­hæf­ur í öllu sem sneri að þess­ari rann­sókn. Þannig eyðilagði Gísli rann­sókn­ina, án þess að spyrja kóng eða prest, og hann var ekki einu sinni í rann­sókn­ar­hópn­um,“ segir hann meðal annars í grein sinni og telur að Gísli hafi sagt sakborningum frá kenningum sínum um falskar játningar.

Skorar á Gísla

„Hvað var Gísli eig­in­lega að hugsa, og nú ber hann sér á brjóst og fær mikla at­hygli blaðamanns Morg­un­blaðsins, sem skrif­ar eins og Gísli sé sá eini sem geti eitt­hvað. Ég skora á Gísla að segja und­an­bragðalaust frá fundi sín­um með sak­born­ing­un­um þenn­an dag og hvað þeim fór á milli. Og ekki þýðir að bera fyr­ir sig trúnað við skjól­stæðinga, hann var ekki orðinn sál­fræðing­ur þá, senni­lega var hann bara að skrifa rit­gerð í nám­inu?“

Í greininni, sem má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag, telur hann að málið sé í verri stöðu núna en það hefur verið undanfarinn 40-50 ár. „Að mínu mati þarf að vinna þetta mál aft­ur. Ann­ars verður það til ei­lífðar óklárað og með enga niður­stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir