fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Vörður veitir fjárhagslegar bætur fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum

Eyjan
Sunnudaginn 9. mars 2025 21:06

F.v. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar tryggingar, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins,. - Mynd: Ólafur Már Svavarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Ný tryggingarvernd á Íslandi fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum
  • Markmiðið er að veita neyðaraðstoð  sem auðveldi fólki breyta aðstæðum sínum
  • Mótuð með faglegri ráðgjöf frá Kvennaathvarfinu
  • Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar

 Vörður tryggingar hefur bætt við nýrri vernd fyrir þau sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi við hefðbundnar heimilistryggingar.  Nýja tryggingarverndin er mótuð með faglegri ráðgjöf frá Kvennaathvarfinu.  

 Markmiðið með nýju verndinni er að veita neyðaraðstoð, í formi fjárhagslegra bóta, fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og gera þeim frekar kleift að breyta aðstæðum sínum.   

 Kvennaathvarfið rekur athvarf og veitir ráðgjöf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í nánu sambandi. Konur sem sækja aðstoð til Kvennaathvarfsins og eru tryggðar hjá Verði eiga rétt á bótum og geta sótt þær á einfaldan hátt.  

 Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar.

 Það er sorgleg staðreynd að heimilið sé einn hættulegasti staðurinn fyrir konur.  Við sem samfélag, við getum breytt þessu.  Það er okkar hlutverk að vera til staðar fyrir fólk þegar áföll dynja á.  Við hjá Verði ákváðum að bæta við Heimilisverndina okkar, þannig að öll sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi eru tryggð og geta nú með einföldum hætti sótt í trygginguna og fengið fjárhagslegar bætur, og þannig frekar breytt aðstæðum sínum. 

 Til að tryggingin nái til sem flestra ákváðum við að bæta henni við hefðbundna heimilistryggingu sem lang flest heimili eru nú þegar með og hefur hingað til tryggt fólk fyrir slysum og veraldlegum eigum.   

 Það hefur verið mikill styrkur að fá faglega ráðgjöf Kvennaathvarfsins við að móta verndina og ferlið í kringum hana. Með því að hefja vegferðina með þeim erum við að byrja þar sem þörfin er mest.  Auk þess erum við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og eiga samtöl við aðra fagaðila. Við sjáum fyrir okkur að í vegferðinni framundan þá þróist verndin og aðrir fagaðilar komi að ferlinu. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækt og það er ekki í lagi. Þetta varðar okkur öll“, segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar Trygginga.

 „Þetta frumkvæði Varðar er mikilvægt innlegg í baráttuna gegn ofbeldi í nánum samböndum og sýnir að fyrirtæki geta haft raunveruleg áhrif á líf fólks með því að láta sig þessi mál varða.“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir,  framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur