Faðir Lamine Yamal var virkilega hræddur um tímabil er leikmaðurinn ákvað það að leika fyrir A landslið Spánar frekar en Marokkó.
Þetta segire fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins Albert Luque en Yamal sem er 17 ára gamall vann EM með Spánverjum í sumar.
Leikmaðurinn gat valið á milli Spánar og Marokkó og valdi þar fyrrnefnda og fékk faðir hans um tíma morðhótanir vegna stráksins sem var að sjálfsögðu erfiður tími fyrir fjölskylduna.
,,Þetta var alls ekki auðvelt. Bæði landsliðsþjálfari Marokkó og stjórnin í landinu reyndu að sannfæra fjölskyldu hans,“ sagði Luque.
,,Þegar ég ræddi við hann þá sagði hann einfaldlega að hann vildi verða Evrópumeistari. Hann fann fyrir pressu úr öllum áttum en vildi spila fyrir Spán.“
,,Faðir hans var erfiðari. Hann sagði mér að hann yrði drepinn í Marokkó, hann sagði hluti við mig sem ég get ekki talað um.“