Arsenal er búið að ná samkomulagi við eftirmann Edu sem yfirgaf félagið nýlega sem yfirmaður knattspyrnumála.
Fabrizio Romano staðfestir það í kvöld að Andrea Berta sé að taka við keflinu eftir 12 ár hjá Atletico Madrid.
Berta yfirgaf Atletico í janúar á þessu ári en Arsenal hefur verið í viðræðum við Ítalann undanfarnar vikur.
Samkvæmt Romano er nánast allt klappað og klárt í þessum samningsviðræðum og verður Berta ráðinn til starfa á næstu dögum.
Berta hefur verið á óskalista annarra félaga í Evrópu en virðist vera ákveðinn í því að vilja starfa fyrir enska stórliðið.