Manchester United þarf að borga 40 milljónir punda fyrir franska sóknarmanninn Jean Philippe Mateta næsta sumar samkvæmt the Mirror.
Mateta hefur verið orðaður við United síðustu daga en hann er á mála hjá Crystal Palace og hefur staðið sig afskaplega vel í síðustu leikjum.
United vill fá framherja fyrir næsta tímabil en á meðan Mateta kostar 40 milljónir þá kostar annað skotmark liðsins, Viktor Gyokores, 80 milljónir en hann spilar með Sporting.
Mirror segir að United sé byrjað að hafa samband við Mateta og hans teymi um möguleg félagaskipti en hann er sjálfur mjög áhugasamur.
Gyokores er á mála hjá Sporting í Portúgal en hann vann áður með stjóra liðsins, Ruben Amorim, hjá félaginu.