Liverpool kom til baka í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti botnliði Southampton á Anfield.
Southampton var óvænt með forystuna eftir fyrri hálfleikinn en það er eitthvað sem fáir sáu gerast fyrir upphafsflautið.
Liverpool mætti hins vegar afar sterkt til leiks í seinni hálfleik og eftir átta mínútur var staðan orðin 2-1.
Darwin Nunez sá um að jafna metin fyrir heimamenn og Mohamed Salah skoraði svo annað úr vítaspyrnu. Salah var svo aftur á skotskónum af vítapunktinum undir lokin og lokatölur 3-1.
Crystal Palace vann þá Ipswich 1-0 með marki Ismaila Sarr og Brighton lagði Fulham 2-1 með marki úr vítaspyrnu á 98. mínútu.