fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. mars 2025 14:30

Vilhjálmur gerir launakjör Heiðu Bjargar að umfjöllunarefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, gerir mikla launahækkun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur að umfjöllunarefni í færslu á samfélagsmiðlum. Spyr hann hvort að þær séu í anda þess sem flokkur sem kenni sig við félagshyggju, réttlæti og jöfnuð boðar.

„Er þetta ekki „helvíti“ vel í lagt að vera með heildarlaun sem nema tæpum fjórum milljónum á mánuði,“ segir Vilhjálmur í færslunni.

Vísar hann til fréttar Morgunblaðsins um 170 prósenta hækkun á launum Heiðu fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á sama tíma hafa almenn stjórnarlaun hækkað um 60 prósent. Eins og komið hefur fram í fréttum eru laun Heiðu sem borgarstjóri 3,8 milljónir á mánuði.

Bent er á að þetta er þreföldun á launum frá árinu 2023. Þau hafi farið úr 285.087 krónum í 868.671 krónur á þessu tveggja ára tímabili. Inni í þessari tölu eru 105.750 krónur vegna aksturs. Heiða Björg hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því síðla árs 2022.

Lítil vinnuskylda

Breytingin var samþykkt á síðasta ári en vinnuskyldan var ekki aukin nema lítillega. Það er að einum stuttum fjarfundi í mánuði var bætt við.

Þá bendir Vilhjálmur á að starfið feli nú ekki í sér mikla viðveru. „Ég skil bara ekki hvernig sé hægt að vera með tæpa milljón fyrir formennsku þar sem fundað er rétt rúmlega einu sinni í mánuði og væntanlega eru allir þessir fundir á hefðbundnum dagvinnutíma,“ segir Vilhjálmur. „Eitt er víst að þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili.“

Gildi flokksins

Veltir Vilhjálmur því fyrir sér hvort að þetta samrýmist gildum Samfylkingarinnar, sem Heiða Björg situr fyrir sem borgarstjóri.

„Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit!“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“