fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Ragnar kominn með öryggistæki eftir hættulegt atvik heima hjá sér – „Svo skrýtið að ég fann til sektarkenndar“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. mars 2025 15:30

Ragnar Rúnar. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum mánuði sagði DV frá því að Ragnar Rúnar Þorgeirsson lá ósjálfbjarga á gólfinu heima hjá sér og gat enga björg sér veitt, þar til hann gat loksins hringt í 112 og fengið aðstoð.

Ragnar sem er 74 ára sagði frá atvikinu og hvatti alla sem búa einir til að fá sér öryggistæki, neyðarhnapp eða öryggishnapp.

„Hugsið ykkur ef maður fær hjartaáfall og dettur í gólfið, og getur ekki hreyft sig, þá er svo gott að hafa neyðarhnapp um hálsinn og geta ýtt á takkann, og málið leyst, eða þannig.  Ef þessi grein hjálpi þó það væri ekki nema einum manni, þá er tilganginum náð.“

Sjá einnig: Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar er núna kominn með hnappinn. 

„Það var svo skrýtið að ég fann til sektarkenndar þegar maðurinn frá Öryggismiðstöðinni kom með græjurnar og setti það upp fyrir mig. það er eins og ég ætti það ekki skilið að fá neyðarhnapp. Ég get eiginlega ekki skilgreint líðan mína öðruvísi. Að ættu aðrir það meira skilið. Eg skil ekki af hverju mér leið svona,“ segir Ragnar í samtali við DV.

Ragnar Rúnar. Mynd: Facebook.

Ragnar fékk sér neyðarhnappinn á miðvikudag, og verður með hann um hálsinn framvegis innandyra.Hann virkar bara innandyra.

„Tek hann af mér þegar  þegar ég fer eitthvað út, og set hann á mig þegar ég kem heim. það er gott að hafa neyðarhnappinn af því ég bý einn. Það er mikið öryggi að hafa hann um hálsinn ef ég dett til dæmis inn á klósetti og get ekki hreyft mig af því ég er svo þungur. Svo get ég breytt hnappnum í fallneyðarhnapp síðar. Hann fer í gang ef ég stend ekki upp innan 30 sekúnda.Þá ýti ég á takkann og þeir svara mér úr tæki sem er í miðri íbúð, og spyrja mig út úr og koma svo og hjálpa mér á fætur, eða meta aðstæður, hvort það þurfi að kalla til sjúkrabíl eða ekki,“ segir Ragnar.

Rifjar hann upp atvikið frá í febrúar sem varð til þess að hann fékk sér neyðarhnappinn.

„Ég fékk mér hnappinn eftir það sem skeði hjá mér þegar ég datt úr rúminu, og skall kylliflatur, og þurfti að skríða á maganum af því ég var blóðugur á hnjánum eftir fallið og gat ekki skriðið á hnjánum. Eg skreið á maganum inn í stofu og lá þar í 8 klukkutíma af því ég hafði ekki afl til að koma mér í hægindastólinn. Eg skall með höfuðið í gólfið tvisvar beint á nefið, því ég hafði ekki afl til að halda höfðinu uppi. það var allt í blóði í kringum mig. Ég ofreyndi mig við að reyna að koma mér í hægindastólinn. Núna líður mér miklu betur að hafa neyðarhnappinn. Þá þarf ég ekki að hugsa, þegar ég fer á klósettið: „Dett ég núna og get ekki staðið upp aftur.““

Segist ekki kunna að fá aðstoð

Eins og áður segir þá segist Ragnar hafa fundið fyrir sektarkennd þegar hann fékk hnappinn og ekki fundist hann eiga skilið aðstoð. 

„Satt að segja þá hef ég hjálpað öðrum mikið um ævina og kann það vel, en þegar þeir komu með hnappinn þá leið mér ekki vel. Eg kann að hjálpa öðrum, en þegar verið er að hjálpa mér þá leið mér ekki vel af því ég kann það ekki,“ segir Ragnar.

Það er algjör óþarfi að hafa slíka sektarkennd, og enginn þarf að skammast sín fyrir að fá sér öryggistæki líkt og neyðarhnappurinn er.

„Ég hvet alla sem búa einir að fá sér neyðarhnappinn, því maður veit aldrei hvenær maður dettur og getur ekki staðið upp aftur.

Neyðarhnappurinn mun minnka áhyggjur hjá fjölskyldunni og vinum. þeir finna til öryggis ef maður er með neyðarhnappinn. Það er enginn skömm að vera með hnappinn um hálsinn. Ég tala til þeirra sem búa einir: það þarf enginn að vita að þú sért með neyðarhnappinn, nema fjölskyldan og vinir þínir. Hafðu samband við heimilislækninn þinn og hann sækir um Neyðarhnappinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Í gær

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum

Kona með tvíbura í stórhættu á lestarteinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur

Sauð upp úr í Breiðholti eftir langvarandi nágrannadeilur