Það er útlit fyrir það að Reece James muni spila nýtt hlutverk hjá Chelsea á þessu ári en þetta segir Enzo Maresca, stjóri liðsins.
James er fyrirliði Chelsea og er mikilvægur hlekkur í liðinu en meiðsli hafa sett strik í reikning hans undanfarin ár.
James var á miðjunni hjá Chelsea í 2-1 sigri á FCK í Sambandsdeildinni í vikunni en það val kom heldur betur á óvart.
,,Þú getur spurt Reece; þegar ég samdi við Chelsea þá sendi ég honum myndband þar sem ég sá hann fyrir mér sem miðjumann,“ sagði Maresca.
,,Ég horfi á Reece sem miðjumann – alveg síðan ég kom hingað, jafnvel áður en ég kynntist honum og hann var í sumarfríi.“