Gary Pallister, fyrrum leikmaður Manchester United, varar stuðningsmenn liðsins við því að það sé alltaf hætta á því að Bruno Fernandes verði seldur næsta sumar.
Fernandes er að flestra mati besti leikmaður United en hann ber fyrirliðabandið og hefur svo sannarlega skilað sínu inni á vellinum síðustu ár.
Fernandes er ekki orðaður við annað félag í dag en United gæti selt Portúgalann í sumar ef rétt tilboð berst að sögn Pallister.
,,Það kæmi þér ekki á óvart. Bruno hefur verið einn af ljósu punktum liðsins,“ sagði Pallister við Goal.
,,Hvar væri þetta lið án hans í dag? Ég veit það ekki. Það er auðvitað áhyggjuefni að allir leikmenn eru með sinn verðmiða.“
,,Það eru margir sem setja út á það að hann sé fyrirliði en sem leikmaður hefur hann verið stórkostlegur fyrir Manchesdter United. Það væri erfitt að missa hann í sumarglugganum.“