Eiginkona Ruben Amorim, Maria Joao Diogo, er ekki að njóta sín í Manchester og saknar lífsins í Portúgal verulega.
Frá þessu greinir the Sun en Maria ákvað að færa sig yfir til Manchester ásamt eiginmanni sínum í nóvember á síðasta ári.
Amorim er umtalaður þessa dagana en hann hefur ekki náð að koma United á rétta braut undanfarna fimm mánuði og er spilamennskan ekki upp á marga fiska.
Samkvæmt Sun þá er Maria orðin vel þreytt á lífinu en hún er alls ekki hrifin af myrkrinu, vindinum og rigningunni.
Hún á sjálf í erfiðleikum með að aðlagast nýju landi en bæði hún og Amorim hafa búið í heimalandinu nánast allt sitt líf.
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem eiginkona leikmanns eða þjálfara United á erfitt með að aðlagast í Manchester en nefna má Jorgelina Cardoso, eiginkonu Angel Di Maria, sem vildi yfirgefa landið sem fyrst eftir komuna frá Real Madrid.