Frank Trimboli, umboðsmaður Cole Palmer, hefur tjáð sig um félagaskipti leikmannsins til Chelsea frá Manchester City.
Palmer er helsta stjarna Chelsea í dag en liðið borgaði City um 42 milljónir punda fyrir þjónustu enska landsliðsmannsins.
Palmer myndi auðveldlega kosta um 100 milljónir punda aðeins tveimur árum seinna og gerði Chelsea ansi góð kaup á þessum tíma.
,,Manchester City gerði sér grein fyrir verðmiuða leikmannsins. Það voru margir aðrir leikmenn á mála hjá félaginu sem þeir töldu vera á undan Cole,“ sagði Trimboli.
,,Þeir vissu það að verðmiði hans gæti orðið mjög hár í framtíðinni, miðað við mínúturnar sem Cole spilaði þá var þetta mjög há tala.“
,,Það var fólk hjá Chelsea sem hafði starfað hjá Manchester City og þeir vissu hvað þeir voru að kaupa. Nokkru seinna þá er nokkuð ljóst að þessar 40 milljónir fóru ekki í vaskinn.“