Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Lille í 1-1 jafntefli gegn Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeilda Evrópu. Hann var til umræðu í þættinum.
„Það er búið að vera svo gaman að fylgjast með honum í vetur. Ég held hann eigi move framundan í ennþá stærra lið,“ sagði Halldór um Hákon, sem hefur verið að standa sig frábærlega í Frakklandi.
Hrafnkell tók undir þetta. „Hann gæti spilað fyrir topp sex klúbb á Englandi held ég,“ sagði hann.
Umræðan í heild er í spilaranum.