fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. mars 2025 17:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 1.100 manns hafa nú ritað undir undirskriftalista til stuðnings Janusi enduhæfingu en starfseminni verður lokað þann 1. júní þar sem ekki fæst nauðsynlegt fjármagn til hennar.

Sjá einnig: Örvænting hjá ungmennum og foreldrum þeirra vegna lokunar hjá Janusi endurhæfingu – „Þetta er hræðilega sorglegt

Í tilkynningu frá Janusi endurhæfingu sem birtist í síðustu viku segir:

Það er þyngra en tárum taki að tilkynna að Janus endurhæfing neyðist til að leggja niður þverfaglega læknisfræðilega heildræna geðendurhæfingu þann 1. júní næstkomandi. Úrræðið er sérhæft fyrir ungt fólk, 18 ára og eldra. Nauðsynlegt fjármagn fæst ekki til að veita  endurhæfinguna áfram og af þeim sökum hefur erfið ákvörðun verið tekin. Hópuppsögn, öllu starfsfólki sagt upp.    

Stjórn Janusar endurhæfingar harmar ákvörðun ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda. Það er öllum ljóst að þörfin fyrir sérhæft úrræði, ætlað ungum fullorðnum, er mikil enda er um að ræða jaðarsettan og afar viðkvæman hóp.     
Sérhæfing Janusar endurhæfingar hefur byggst upp á síðastliðnum 25 árum og ómetanleg þekking orðið til. Endurhæfingin er alfarið einstaklingsmiðuð. Hverjum og einum  er mætt þar sem hann er staddur. Í endurhæfingunni er ungt fólk með langa sögu um geðræna erfiðleika. Margir eru með taugaþroskaröskun og oft mikla áfallasögu að baki. Þeim er tryggður aðgangur að geðlækni, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum og ýmsum fleiri sérhæfðum fagaðilum undir sama þaki.  Yfir 56% þeirra sem hafa útskrifast frá okkur síðastliðin 3 ár hafa náð árangri með því að fara í vinnu, nám eða í virka sannanlega atvinnuleit. Tugir ungra fullorðinna eru á biðlista eftir að komast í endurhæfinguna.    
Stjórn Janusar endurhæfingar telur ákvörðun ríkistjórnarinnar og stjórnvalda ganga í berhögg við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en þar segir m.a. að:  ,,Sérstök áhersla verður lögð á að …., auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu……“ Þessi ákvörðun mun leiða til að ómetanleg þekking og endurhæfingargeta fyrir þennan jaðarsetta hóp tapast. Endurhæfingargeta sem aldrei hefur verið meiri þörf á en einmitt nú.“

Áskorun til stjórnvalda að loka ekki Janus endurhæfingu

Í texta fyrir ofan undirskriftalistann segir meðal annars:

„Að loka Janus er að gefast upp á þátttakendum og öllum sem þurfa á Janus að halda. Hver og einn einstaklingur fær að fara á sínum hraða og fá stuðninginn sem hann þarf til að verða hluti af samfélaginu aftur. Tugir ungra fullorðinna eru á biðlista hjá Janus til að fá aðstoðina og stuðninginn sem þau þurfa og eru nú í vanda við að fá ekki möguleikan sem þau eiga skilið. Janus hefur verið starfandi í 25 ár og hefur veitt stuðning og hjálpað tugum ungra fullorðinna að vera hluti af samfélaginu og gefast ekki upp. Að vera á undirskriftalistum er að styðja alla sem þurfa á endurhæfingu að halda. Ýtum á stjórnvöld að halda þjónustu Janus endurhæfingu áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar

Rubio og Musk hnakkrifust í Hvíta húsinu – Trump reynir að breiða yfir deilurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir

Virðist ekki fá nóg af því að senda Vestmannaeyjabæ fyrirspurnir