Konan sem um ræðir, Emily, deildi sögu sinni á TikTok þar sem mörg hundruð þúsund hafa horft á frásögn hennar. Um er að ræða eina lengstu flugferð sem hægt er að fara í og tekur hún 13 klukkustundir.
Rúmum tveimur tímum áður en vélin átti að lenda stóð Emily upp úr sæti sínu til að fara á salernið. Þegar hún beið í röð fann hún skyndilega fyrir djúpum sársauka í bringunni.
„Ég hóstaði þrisvar sinnum og það er það síðasta sem ég man,“ segir hún.
Emily hafði ekkert staðið upp úr sæti sínu alla ferðina og kom í ljós að blóðtappi hafði myndast og var um að ræða ástand sem kallast alvarlegt lungnasegarek. Þetta er mjög hættulegt ástand sem dregur fólk til dauða í um fjórðungi tilfella.
Emily fékk myndarlegt glóðarauga eftir atvikið en sem betur fer var læknir um borð sem gat veitt henni skyndihjálp.
Emily segir í myndbandinu að læknar hafi gefið henni tvær líklegar skýringar á þessum skyndilegu og alvarlegu veikindum og líklega hafi þær spilað saman. Í fyrsta lagi hreyfingarleysi á meðan á fluginu og í öðru lagi notkun hennar á hormónagetnaðarvörnum sem getur verið áhættuþáttur.
Hún segist vera þakklát fyrir það að salernið hafi verið upptekið þegar hún stóð upp. Að öðrum kosti hefði hún líklega verið læst inni á salerni þegar hún missti meðvitund. Henni var gefið súrefni um borð í vélinni og látinn leggjast niður uns vélin lenti í Dúbaí.
Emily var á sjúkrahúsi þar í sex daga áður en hún útskrifaðist og er hún á góðum batavegi. Biðlar hún til fólks að gera ekki sömu mistök og hún gerði. „Þið skulið endilega standa upp og hreyfa ykkur í flugferðum,“ segir hún.
Á vef Heilsuveru má finna leiðbeiningar um það hvernig draga má úr líkum á blóðtappa og bjúgmyndun áður en haldið er af stað í löng ferðalög.
Fyrir ferðalagið:
Á ferðalagi:
Til að draga úr líkum á blóðtappa í löngum bíl- eða flugferðum þarf að huga að eftirfarandi: