Arne Slot, stjóri Liverpool, vitnaði í Michael Jordan á fréttamannafundi í dag.
Slot ræddi við blaðamenn í aðdraganda leiksins við botnlið Southampton á morgun í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er svo gott sem búið að vinna deildina en á fundi dagsins ræddi Slot einnig sigur liðsins á PSG í Meistaradeildinni í vikunni.
Liðin mættust í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum og vann Liverpool 0-1 þrátt fyrir að vera mun slakari aðilinn í leiknum.
„Við erum ekki smá heppnir á móti PSG. Við vorum mjög, mjög, mjög heppnir,“ sagði Slot í dag áður en hann vitnaði í körfuboltagoðsögnina Jordan.
„En eins og Michael Jordan sagði eitt sinn: Því meira sem þú leggur á þig þeim mun heppnari ert þú.“