Ríkislestarfyrirtækið í Belgíu birti myndband af konu sem dró smábarnakerru með tvíburum yfir lestarteina. Eins og sést í myndbandinu á konan í nokkru basli með að koma kerrunni yfir teinana.
Atvikið átti sér stað í borginni Sint Niklaas í Flæmingjalandi þann 23. febrúar síðastliðinn. Lestarfyrirtækið Infrabel, sem er í eigu belgíska ríkisins, hefur sagt þessa hegðun vera algjörlega óásættanlega.
„Öryggisreglurnar voru ekki samdar af engu tilefni: Að fara yfir lestarteinana setur bæði þitt líf og annarra í hættu,“ segir í tilkynningu Infrabel. „Þú ert ekki aðeins að hætta á að fá háa sekt heldur ertu einnig að hætta lífi þínu. Í þessu tilfelli er konan að hætta lífi barna sinna. Allar járnbrautarstöðvar hafa örugga staði þar sem hægt er að fara yfir teinana, svo sem göng eða brú.“