Joshua Kimmich hefur staðfest það að hann sé að íhuga það að yfirgefa þýska stórliðið Bayern Munchen.
Kimmich verður samningslaus í sumar og er hann orðaður við mörg stórlið í Evrópu eins og Manchester City og Barcelona.
Kimmich hefur ekki gert upp hug sinn hingað til en viðurkennir að það séu önnur lið sem gætu haft áhrif á hans ákvörðun.
,,Það eru önnur félög sem spila inn í þegar kemur að minni ákvörðun,“ sagði Kimmich við blaðamenn.
,,Ég ætla ekki að nefna þessi félög en ég mun taka ákvörðun bráðlega.“