fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Pressan

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 07:30

Frá hýðingu í Indónesíu fyrir nokkrum árum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar voru handteknir í Ache í Indónesíu í nóvember eftir að nágrannar brutust inn í herbergi þeirra og komu að þeim nöktum í faðmlögum.

Sharía dómstóll í Aceh í Indónesíu fann mennina seka um að vera samkynhneigðir og dæmdi þá til opinberrar hýðingar. Eldri maðurinn var dæmdur til að þola 85 högg en sá yngri 80. Munurinn liggur í að eldri maðurinn var talinn hafa átt upptökin að kynferðislegu athæfi þeirra.

Tugir manna fylgdust með þegar mennirnir, sem eru 18 og 24 ára, voru hýddir í almenningsgarði.

Þetta var í fjórða sinn sem opinber hýðing fór fram í Ache eftir lagabreytingu 2006 þar sem sharíalög voru innleidd.

Mannréttindasamtök hafa brugðist illa við málinu, þar á meðal Amnesty International sem segir refsinguna vera „hryllilega mismunun“. Aldrei eigi að refsa fullorðnu fólki fyrir kynlífsathafnir ef viðkomandi hafi veitt samþykki sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna