fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
Pressan

Loksins tókst að snúa fæðingartíðninni við í Suður-Kóreu

Pressan
Föstudaginn 7. mars 2025 06:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú jákvæða þróun varð í Suður-Kóreu á síðasta ári að fæðingum fjölgaði og þar með jókst frjósemi kvenna aðeins. Þetta var í fyrsta sinn í níu ár sem fæðingum fjölgaði og eru það gleðitíðindi fyrir þjóðina sem glímir við alvarlegan fólksfækkunarvanda.

238.800 börn fæddust í landinu á síðasta ári eða 8.300 fleiri en árið áður. The Independent skýrir frá þessu og segir að frjósemi suðurkóreskra kvenna mælist nú vera 0,75 en var 0,72 á síðasta ári. Þetta þýðir að hver kona eignast að meðaltali 0,75 börn á lífsleiðinni.

Choi Yoon Kyung, sérfræðingur hjá barnamálefnastofnun landsins, sagði óhætt að segja að þetta sé góð þróun en það þurfi að sjá þróunina á næstu árum til að sjá hvort þetta hafi aðeins verið tímabundin þróun eða hvort meira búi að baki.

Park Hyun Jung, hjá hagstofu landsins, sagði að stofnunin telji að rekja megi fjölgun fæðinga til fjölgunar giftinga para sem hafi frestað því að ganga í hjónaband á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar gekk yfir. Hún sagði að önnur ástæða væri vaxandi fjöldi fólks sem er að komast á fertugsaldur. Hún sagði einnig að könnun, sem var gerð á vegum yfirvalda, hafi sýnt smávegis aukningu í hópi ungs fólks sem vonast til að eignast börn eftir að hafa gengið í hjónaband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017

Vendingar í máli drengs sem hvarf árið 2017
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri

Sérfræðingar segja þessar fjórar veirur geta valdið næsta heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum

Trump náðaði þá – Nú vilja þeir ná fram hefndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna

Handlangarar Hitlers elskuðu Argentínu – Nú á að opinbera leyndarmál nasistanna