Hún skýrði frá þessu á TikTok og sagðist eingöngu hafa keypt þetta vegna rammans en þegar hún var sest inn í bíl og hafi skoðað þetta betur hafi hún áttað sig á að um málverk var að ræða en ekki eftirprentun.
Hún sá síðan merkingu á málverkinu sem gaf til kynna að það væri eftir dansk-bandaríska málarann Johann Berthelsen. „Ég ákvað því að rannsaka þetta aðeins og komst að því að málverkið var keypt af galleríi í St. Louis 1912,“ sagði hún.
Eftir að hafa fengið staðfest að málverkið er eftir Berthelsen, fóru Marisa og eiginmaður hennar með málverkið í Caza Sikes galleríið í Cincinnati til að láta verðmeta það. Þar fengu þau að vita að það myndi líklegast seljast fyrir á bilinu sem nemur 415.000 til 692.000 krónum.
Málverkið var selt á uppboði í síðustu viku og fengu hjónin sem svarar til 320.000 krónum í sinn hlut fyrir það eftir að söluþóknun hafði verið greidd.
„Þetta fékk ég fyrir hlut sem ég keypti á nytjamarkaði. Þú veist aldrei hvaða gersemar kunna að leynast þar og bíða bara eftir að vera uppgötvaðar,“ sagði hún að lokum.