fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Hrefna Sætran segir skilið við Grillmarkaðinn

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:49

Hrefna Sætran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn og veitingahúsaeigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í þremur veitingastöðum. Um er að ræða Grillmarkaðinn, Trattoria og Rauttvín. Þetta kemur fram í færslu Hrefnu á Facebook en þar segist hún ætla að einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðarins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins.

„Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða upp á gæðavörur þegar fólk heimsækir okkur. Þessi hugsun endurspeglast í öllu sem við gerum, hvort sem það er á veitingastaðnum, á barnum, í víninu eða á miðlunum okkar.
Þetta eru spennandi tímamót og ég spennt að halda áfram þeirri skemmtilegu vinnu sem við höfum verið í síðustu ár með öllu því skapandi fólki sem ég fæ að vinna með. Svo eru framundan ótrúlega spennandi verkefni í gangi hjá okkur sem ég hlakka til að segja ykkur frá. Nú er rétti tíminn til að setja mína krafta í það sem ég brenn fyrir. Búa til upplifanir og góðar stundir. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ segir Hrefna í færslunni.

Hrefna opnaði Grillmarkaðinn árið 2011 ásamt viðskiptafélögum sínum og hefur staðurinn verið síðan í hópi vinsælustu og farsælustu veitingahúsa landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ríkisstjórnina gera lítið sem ekkert með hagræðingartillögur almennings – „Sýndarsamráð“

Segir ríkisstjórnina gera lítið sem ekkert með hagræðingartillögur almennings – „Sýndarsamráð“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“

Ömmur og afar Bryndísar Klöru stíga fram: „Tímapunktur nauðsynlegra aðgerða er liðinn hjá með skelfilegum afleiðingum“
Fréttir
Í gær

Doktorsnemi sakfelldur fyrir ellefu nauðganir en þolendurnir eru miklu fleiri – „Kynferðislegt rándýr“

Doktorsnemi sakfelldur fyrir ellefu nauðganir en þolendurnir eru miklu fleiri – „Kynferðislegt rándýr“
Fréttir
Í gær

Kona kvartar yfir þjónustu sjónvarpssjóræningja – Blokkuð í miðju netspjalli

Kona kvartar yfir þjónustu sjónvarpssjóræningja – Blokkuð í miðju netspjalli
Fréttir
Í gær

Pálmi lést í vinnuslysi í Vík – Söfnun fyrir fjölskyldu hans

Pálmi lést í vinnuslysi í Vík – Söfnun fyrir fjölskyldu hans
Fréttir
Í gær

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Í gær

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla

Einar ósáttur við borgina: Mega framleiða lyf fyrir börn en ekki reka leikskóla
Fréttir
Í gær

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi