Maður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. mars 2022, á skemmtistaðnum Benzincafe við Grensásveg 3, Reykjavík, veist með ofbeldi að öðrum manni, þar sem hann lá á gólfinu og ítrekað slegið hann með billjardkjuða í höfuð og búk ásamt því að hafa í eitt skipti sparkað í fætur hans, með þeim afleiðingum að árásarþolinn hlaut útbreidda mjúkvefjaáverka á höfuð.
Árásarþolinn krefst miskabóta að fjárhæð tvær milljónir króna.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag.