fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Kristleifur beindi haglabyssu að sambýliskonu sinni þegar hún lá uppi í rúmi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaður á þrítugsaldri, Kristleifur Kristleifsson, hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir langan lista af afbrotum.

Í fyrsta ákærulið er hann sakaður um brot í nánu sambandi með því að hafa fimmtudaginn 16. desember árið 2021 á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þáverandi sambýliskonu
sinnar með því að beina að henni haglabyssu þar sem hún lá í rúmi í svefnherbergi íbúðarinnar.

Kristleifur var sakfelldur fyrir fjölmörg önnur brot, fíkniefnalagabrot, brot gegn vopnalögum, þjófnaði og þrjár líkamsárásir. Meðal annars var honum gefið að sök að hafa laugardaginn 6. maí 2023, fyrir utan Dominos í Nóatúni, ógnað manni með hníf og neytt hann til að millifæra inn á reikninginn sinn 100 þúsund krónur.

Einnig var hann sakaður um að hafa sumarið 2023 brotist inn í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Menntavegi 1 í Reykjavík, og stolið þaðan 12 dósum af Somersby drykk og krukku af súrum gúrkum.

Kristleifur játaði flest brotin fyrir dómi en neitaði því þó að hafa ógnað sambýliskonu sinni með haglabyssu. Hann var engu að síður sakfelldur fyrir það.

Var hann dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni, sem hann ógnaði með haglabyssu, hálfa milljón króna.

Langur brotaferill

Kristleifur á langan brotaferil að baki og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir að misþyrma samföngum sínum á Litla-Hrauni, eins og DV greindi frá árið 2021.

Sjá einnig: Ofbeldisæði Kristleifs á Litla-Hrauni – Misþyrmdi samfanga og hótaði að láta brjóta andlit hans

Var hann dæmdur fyrir að hafa ógnað manni með hnífi í eldhúsinu á Litla-Hrauni og kýlt hann ítrekað í andlitið. Einnig var hann dæmdur fyrir hótanir en hann hótaði samfanga sínum að láta aðra menn brjóta á honum andlitið. Einnig hafði hann uppi hótanir gegn ástvinum mannsins.

Árið 2017 greindi DV frá því að Kristleifur hefði stolið 75 lundum.

Sjá einnig: Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum:Stal 75 lundum og réðst sömu nótt á menn með sjónvarpi og hamri

Í fréttinni segir að hann hafi stolið 75 lundum sem voru í reykingu í reykskúr í Vestmannaeyjum. Einnig segir í fréttinni:

„Af afbrotum Kristleifs eru tvær sérstaklega hættulegar líkamasárásir alvarlegastar. Hann var dæmdur fyrir að hafa ráðist á karlmann sem lá í rúmi á heimili sínu, en Kristleifur sló hann með krepptum hnefa í andlitið, henti sjónvarpi tvisvar sinnum í höfuð hans og sparkaði nokkrum sinnum í líkama hans, en spörkin lentu meðal annars á höfði hans. Af heimili þessa manns stal Kristleifur 14 töflum af þunglyndislyfinu Ecitalopram.

Hann var enn fremur dæmdur fyrir hafa ráðist á annan mann í sama húsi og slegið hann nokkrum sinnum með krepptum hnefa í andlitið og slegið hann margsinnis með hamri í líkamann.“

Dómurinn yfir Kristleifi var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. febrúar en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  

Landhelgisgæslan fylgist með skuggaflota Rússa  
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla handtók átta ungmenni í gærkvöldi

Lögregla handtók átta ungmenni í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“
Fréttir
Í gær

Rússar þurfa að berjast í 83 ár til viðbótar til að ná allri Úkraínu

Rússar þurfa að berjast í 83 ár til viðbótar til að ná allri Úkraínu