Charmaine Louise kom að eiginmanni sínum, Warren Cherowbrier, með buxurnar á hælunum og hjákonuna í aftursæti sendiferðabíls. Hún tók þau upp á myndband á meðan hún jós úr skálum reiði sinnar.
Í myndbandinu má sjá að Charmaine kemur að bílnum og segir við eiginmann sinn: „Ertu að ríða henni í sendiferðabílnum?“
Hún opnar síðan afturhurðina og þá sést að Warren er í engum buxum. Hjákonan var þó fullklædd en reyndi að hylja andlit sitt.
Charmaine öskurskammaði þau bæði og sagðist ætla að birta myndbandið á Facebook. Warren hótaði að drepa hana og sagði að hjónabandi þeirra væri lokið. Hann bað hana aftur að hætta að taka upp og benti henni á að börn þeirra væru í bílnum þeirra.
„Já, börnin þín eru í þessum bíl. Börnin okkar,“ sagði Charmaine.
Málið hefur vakið mikla athygli og hefur Warren tjáð sig um það opinberlega síðan. Hann sagði að það væru „tvær hliðar“ á málinu og að þau hafi verið skilin að borði og sæng.
„Þetta gerist þúsund sinnum á dag, hvern einasta dag um allan heim. Ég hef ekki gert neitt rangt. Við vorum skilin að borði og sæng þannig ég sé ekki vandamálið. Eina vandamálið er að þetta er á dreifingu um netheima,“ sagði hann við Mail Online.
Charmaine hefur verið að tjá sig um skilnaðinn á TikTo og virðist vera miður sín vegna málsins.