fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
433Sport

Uppljóstra um risatilboð Liverpool nokkru áður en stjarnan færði sig um set

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool bauð í Khvicha Kvaratskhelia nokkrum mánuðum áður en hann fór frá Napoli til Paris Saint-Germain.

Sky á Ítalíu greinir frá þessu, en Georgíumaðurinn knái gekk í raðir PSG fyrir um 60 milljónir punda í janúar á þessu ári.

Kvaratskhelia hafði verið eftirsóttur lengi en Napoli var ekki til í að sleppa honum þegar Liverpool bauð 83 milljónir punda í hann, með það fyrir augum að fá hann sumarið 2025.

Leikmaðurinn hefur síðar hins vegar fengið það í gegn að fara í janúar, til PSG. Hann er sagður hafa hafnað félaginu síðasta sumar.

Kvaratskhelia mætti Liverpool í gær með PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann, sem og Parísarliðið í heild, átti flottan leik en það dugði ekki til og varð 0-1 tap niðurstaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jökull rýfur loks þögnina um meintan brottrekstur Björns í Garðabæ – „Vorum með samkomulag“

Jökull rýfur loks þögnina um meintan brottrekstur Björns í Garðabæ – „Vorum með samkomulag“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aldís velur hóp til æfinga

Aldís velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir fyrrum félagi sínu að fara á eftir Isak

Segir fyrrum félagi sínu að fara á eftir Isak
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svona sigraðist Eva á einelti – „Hefur engin áhrif á mig hvað aðrir segja“

Svona sigraðist Eva á einelti – „Hefur engin áhrif á mig hvað aðrir segja“