Liverpool bauð í Khvicha Kvaratskhelia nokkrum mánuðum áður en hann fór frá Napoli til Paris Saint-Germain.
Sky á Ítalíu greinir frá þessu, en Georgíumaðurinn knái gekk í raðir PSG fyrir um 60 milljónir punda í janúar á þessu ári.
Kvaratskhelia hafði verið eftirsóttur lengi en Napoli var ekki til í að sleppa honum þegar Liverpool bauð 83 milljónir punda í hann, með það fyrir augum að fá hann sumarið 2025.
Leikmaðurinn hefur síðar hins vegar fengið það í gegn að fara í janúar, til PSG. Hann er sagður hafa hafnað félaginu síðasta sumar.
Kvaratskhelia mætti Liverpool í gær með PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann, sem og Parísarliðið í heild, átti flottan leik en það dugði ekki til og varð 0-1 tap niðurstaðan.