fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fókus

Tvær nýjar keppnisgreinar á Vetrarheimsleikum Special Olympics

Fókus
Miðvikudaginn 5. mars 2025 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vetrarheimsleikar Special Olympics fara fram fjórða hvert ár. Nú er komið að næstu heimsleikum sem fara fram í Torino, Ítalíu 8. – 15. mars 2025.  Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda fimm keppendur til þátttöku í þremur greinum, listhlaupi á skautum, dansi og alpagreinum. Ísland hefur átt keppendur í listhlaupi á skautum frá leikunum 2005 en þetta verður í fyrsta skipti sem Ísland á keppendur í dansi og á skíðum. Kvóti Íslands á gönguskíðum verður nýttur af keppendum frá Grænlandi og þetta verður í fyrsta skipti sem Grænland á fulltrúa á heimsleikum Special Olympics.

Opnunarhátíð verður 8. mars í Torino og þá taka við æfinga og keppnisdagar. Áður en formleg keppni hefst er farið í gegnum ákveðið ferli þar sem raðað er í keppnisflokka út frá styrkleikastigi. Allir keppa því við jafningja, jafnt byrjendur sem lengra komnir og það einkennir leika Special Olympics. Lokahátíð fer fram 15. mars í Torino og Sestriere. Skautagreinar verða í Torino, dans og snjóbrettakeppni í Bardonecchia, alpagreinar og snjóþrúguhlaup í Sestriere og skíðaganga í Pragelato. Keppendur gista þar sem keppni fer fram og íslenski hópurinn dreifist því á þrjá keppnisstaði.

Listhlaup á skautum
Bjarki Rúnar Steinarsson og Védís Harðardóttir skautadeild Aspar
Þjálfarar; Hanna Rún Ragnarsdóttir og Andri Magnússon

Unified dans
Þórdís Erlingsdóttir og Ingólfur Bjartur Magnússon dansfélaginu Hvönn
Þjálfarar; Tinna Karen Guðbjartsdóttir og Hjördís Hjörleifsdóttir

Skíði
Victoria Ósk Guðmundsdóttir
Þjálfarar; Lilja Sólrún Guðmundsdóttir og Elsa Björk Skúladóttir
Fararstjórar; Karen Ásta Friðjónsdóttir og Helga Olsen
Læknir; Kristín Pálsdóttir

 

Smelltu hér til að sjá glæsilegr kynningarmyndband um leikana

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar

Ellý Ármanns var búin að sjá fyrir áform Ásthildar
Fókus
Í gær

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook

Höfundur 46 ára gamals flöskuskeytisbrandara fannst á Facebook
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“

Líf Birgittu snerist á hvolf þegar hún varð skyndilega mjög veik: Varð lömuð og gat ekki talað – „Þeir vissu ekkert hvað var að“