Hann hringdi auðvitað strax í lögregluna sem mætti á vettvang og gróf upp lík hins 9 ára Zemar King. Pierce, sem er móðir hans, er nú í haldi vegna málsins og verður ákærð fyrir að hafa myrt hann og hann að hafa grafið hann í grunnri gröf í garðinum.
Líkið fannst í byrjun janúar en saksóknari segir að Pierce hafi barið drenginn til bana þann 24. október síðastliðinn. Hún hafi síðan yfirgefið íbúðina í byrjun nóvember og farið til Georgíu með 3 ára son sinn.
Lögreglan í Brookhaven, sem er nærri Atlanta, hafði samband við lögregluna í Detroit í desember en hún var þá að rannsaka mál tengt Pierce og 3 ára syni hennar. Pierce var handtekin 10. janúar vegna rannsóknarinnar á dauða Zemar. Hún var framseld frá Georgíu til Michigan í síðustu viku.
Pierce á ævilangt fangelsi yfir höfði sér ef hún verður fundin sek um að hafa myrt son sinn.