Inter er í flottum málum eftir fyrri leikinn í einvíginu gegn Feyenoord í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Liðin mættust í Hollandi í kvöld og var það Marcus Thuram sem sá til þess að Ítalirnir leiddu í hálfleik með marki á 38. mínútu.
Lautaro Martinez bætti við marki snemma í seinni hálfleik og varð um leið markahæsti leikmaður Inter í sögu Meistaradeildarinnar.
Meira var ekki skorað og lokatölur 0-2. Seinni leikurinn fer fram í Mílanó á þriðjudag, þar sem heimamenn koma inn í leikinn í þægilegri stöðu.