fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Eyjan

Anna Kristín, formaður SÍA: Það fer enginn í auglýsingabransann til að verða ríkur

Eyjan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 19:30

Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir fara inn í auglýsingabransann til að verða ríkir. Auglýsingastofur velta miklum fjármunum en þeir eru nýttir í laun og birtingar, ógrynni verktaka úr hinum skapandi greinum starfa sem verktakar fyrir auglýsingastofur. Árið 2025 lítur mun betur út en síðasta ár en það kann að stafa af bjartsýni sem er landlæg þegar farið er inn í fyrsta ársfjórðung nýs árs. Anna Kristín Kristjánsdóttir, formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA), er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úrþættinum hér:

Anna Kristin Kristjansdottir - 6
play-sharp-fill

Anna Kristin Kristjansdottir - 6

„Það er alltaf áhugavert þegar nýtt ár rennur af stað og janúar fór mjög vel af stað hjá flestum – ég ætla ekki að fullyrða fyrir allar auglýsingastofur – en ég held að það sé meira vegna þess að við förum bjartsýn inn í fyrsta ársfjórðung og það eru allir vongóðir. Við gerum áramótaheit og förum í ræktina og við viljum að allt fari á besta veg. Tilfinningin er góð og ég held að við séum að minnsta kosti að fara að fá meira jafnvægi,“ segir Anna Kristín.

Þið eruð dálítið kanarífuglinn í námunni, þannig að þið eruð ekki að finna fyrir því að það sé áframhaldandi, eða aukinn, samdráttur hjá fyrirtækjum?

„Nei, þau fyrirtæki sem við erum að vinna með, þá myndi ég segja að á heildina litið séu allir í „business as usual“. Það eru ákveðnir hlutir sem þurfa að komast til skila. Það er auðvitað verið að bíða dálítið eftir útspili nýrrar ríkisstjórnar og auðvitað þurftum við að skipta um borgarstjórn í leiðinni í Reykjavík – það er aldrei bara eitthvað eitt það er alltaf fullt í gangi.“

Anna Kristín nefnir kjaraviðræður sem eru í gangi og segir alla óska þess að þetta fari allt vel, það séu sameiginlegir hagsmunir allra.

Ef við horfum á auglýsingageirann hérna á Íslandi, það eru nokkrar áberandi auglýsingastofur sem maður hefur á tilfinningunni að séu nokkuð stórar og stöndugar stofur. Er þessi markaður í jafnvægi hérna? Sérðu fyrir þér sameiningar? Væru sameiningar af hinu góða eða þarf að hafa nokkra stóra, öfluga aðila til að samkeppni blómstri?

„Ég held að þetta fari svolítið í hringi. Þetta er rætt örugglega, reglulega, og íhugað alveg klárlega. Þetta er einhvers konar sambland af þessu og hinu. Ég held að það fari fáir inn í auglýsingabransann til að verða ríkir en þetta er ógeðslega gaman og það er það sem stendur upp úr, alltaf. Þetta er bara skemmtilegasti vinnustaðurinn.“

Hún segir auglýsingastofur velta miklum fjármunum enda séu hinir ýmsu verktakar ráðnir til starfa, mikill fjöldi verktaka úr hinum skapandi greinum. „Við viljum halda því áfram. Við viljum taka þátt í blómlegu lífi í kvikmyndagerð með því að gera flottar og góðar sjónvarpsauglýsingar, til dæmis, kvikmyndaðar auglýsingar. Það varð högg í framleiðslu auglýsinga á síðasta ári. Með tilkomu samfélagsmiðlanna og þessara vefmiðla allra og minnka gæði, gera þetta ódýrara og allt þetta. Maður skilur að þetta er ákveðin þarfakeðja sem hefur bara orðið til.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla

Formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa: Í grunninn erum við alltaf fólk að tala við fólk – gott væri að hafa fleiri íslenska miðla
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Orðfæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar

Guðrún Hafsteinsdóttir: Forystan hefur fjarlægst flokksmenn – fleiri fái að kjósa forystuna en bara landsfundarfulltrúar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar Bárðar hirtir þingmenn og minnir þá á hlutverk sitt – „Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni“

Einar Bárðar hirtir þingmenn og minnir þá á hlutverk sitt – „Flestir á Alþingi enda of gamlir til að skrá sig í slíka keppni“
Hide picture