Hann hélt sig alla tíð fyrir utan sviðsljósið og sást örsjaldan til hans opinberlega. Hálfur áratugur er síðan hann var síðast myndaður en það var einnig í fyrsta skipti í 40 ár sem hann var myndaður.
See Dolly Parton’s ultra-private husband Carl Dean’s last outing 5 years before his death https://t.co/cWhimq3IRx pic.twitter.com/xeTirxuKNt
— Page Six (@PageSix) March 4, 2025
Dolly og Carl voru gift í 58 ár. Þau giftust árið 1966 og mætti Carl með eiginkonu sinni á viðburð árið 1967. Hann ákvað að Hollywood-lífernið væri ekki að hans skapi og ákvað að halda sig frá sviðsljósinu eftir það.
Það eru ekki til margar myndir af þeim saman en Dolly hefur af og til gefið smá innsýn í samband þeirra í gegnum árin.
„Við erum afar stolt af hjónabandi okkar. Það er það fyrsta hjá okkur báðum. Og það síðasta,“ sagði hún árið 2011. Árið 2016 fögnuðu þau 50 ára hjónabandi með því að endurnýja heiti sín.
Sjá einnig: Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn