fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Fréttir

Ari Trausti með dökka framtíðarspá – „Váin eykst með hverjum áratugi“

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og fyrrum þingmaður fjallar í færslu á Facebook um þann mikla sjógang sem verið hefur undanfarið einkum á Höfuborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi og valdið miklu tjóni. Ari Trausti segir ljóst að vegna hækkandi sjávarborðs muni þetta endurtaka sig og staðan muni fara síversnandi. Nauðsynlegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana til að verjast betur í framtíðinni ágangi sjávar á Íslandi.

Ari Trausti segir alveg skýrt að hér sé ekki um nýlega þróun að ræða:

„Hækkun sjávarborðs er alkunn. Á heimsvísu er talan fyrir árin 1993 til 2024 um 10,4 cm en 21 cm frá 1880. Um næstu aldamót gæti sjávarstaðan verið 0,7 til 100 cm hærri en nú. Hraðinn hefur undanfarið hækkað í 5-6 mm á ári. Megin ástæðurnar eru vel þekktar: Bráðnun jökulíss og sífrera og varmaútþensla hafanna.“

Ari Trausti segir þróunina misjafna hér á landi eftir landshlutum:

„Hér á landi er hækkun í sjó ólík eftir landshlutum vegna þess að land rís suðaustanlands en suðvestanlands og víðar er land í jafnvægi eða sígur. Sigið er hraðast á Reykjanessakaga (frá 2-3 mm/ár austast í 9 mm/ár vestast), vegna rekhreyfinga og upphleðslu gosefna á löngum tíma. Við næstu aldamót gæti sjávarstaða við Ísland hafa hækkað mest um 1,2 m þar sem land sígur en verið orðið 1,5 m lægri þar sem land rís hraðast, í ljósi núverandi loftslags- og umhverfisbreytinga.“

Framtíðin

Orð Ara Trausta ríma vel færslu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings sem sagði sjóganginn á höfuðborgarsvæðinu helst skýrast af útþenslu sjávar og jarðsigs.

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna

Ari Trausti segir ljóst að framtíðin sé ekki björt í þessum efnum og grípa verði aukinna varúðarráðstafana:

„Meira landbrot, skemmdir á mannvirkjum, búsetuógn af völdum aukinna sjávarflóða og mikil fjárútlát blasa við okkur. Váin eykst með hverjum áratugi með harðnandi sjávarrofi. Aðlögun og misflóknar varnir eru þekktar, hér sem víða erlendis. Of lítið hefur farið fyrir umræðu, fræðslu og hvers kyns undirbúningi undir sjávarflóð. Brýnt að að safna fé fyrir dýrum framtíðarviðbrögðum strax í dag. Ennfremur verður að auka greiðslugetu Hamfaratrygginga jafnt og þétt.“

Ítrekun

Segja má að orð Ara Trausta séu að töluverðu leyti enn frekari ítrekun á eldri umræðu um nauðsyn þess að gera ráðstafanir vegna áhrifa loftslagsbreytinga og þá m.a. aukinna sjávarflóða.

Í skýrslu Veðurstofunnar frá 2018 um áhrif loftslagsbreytinga segir m.a. að hækkandi sjávarborð auki óhjákvæmilega hættuna á sjávarflóðum. og langtímamælingum á sjávarstöðu við Ísland sé ábótavant. Í skýrslunni er ítrekað að meta þurfi betur áhrif loftslagsbreytinga hér á landi, þar á meðal aukna tíðni sjávarflóða.

Í skýrslunni segir enn fremur:

„Sjávarflóð eru frekar algeng við Íslandsstrendur og með hækkandi sjávarstöðu er líklegt að víða um land verði þau tíðari en verið hefur sem mun auka þörf á sjóvörnum. Við skipulag á lágsvæðum er mjög mikilvægt að tekið sé tillit til þess að sjávarstaða mun hækka á næstu öldum.“

Í skýrslunni er einnig bent á nauðsyn þess að styrkja varnargarða í meira mæli en áður:

„Sjóvarnir þurfa viðhald og því er hagkvæmara að styrkja þær eftir því sem fram líður og forsendur breytast.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna

Gjaldþrotaslóð á Akureyri eftir Jóhann og Katrínu – Lýstar kröfur nema um 200 milljónum króna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hefja söfnun fyrir Ragnar Þór: „Við spurðum okkur, er þetta nægur peningur?“

Hefja söfnun fyrir Ragnar Þór: „Við spurðum okkur, er þetta nægur peningur?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“

Vill leyniþjónustudeild innan lögreglunnar – „Ég hef reynt að gæta mjög orða minna hvernig við tökum á þessari umræðu“
Fréttir
Í gær

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“

Margir hugsi yfir launum Heiðu: „Þessi tala er út í hött og móðgandi“ – „Dæmigerð feðraveldisumfjöllun“
Fréttir
Í gær

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti

Finnur Ingi var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar en fær áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“

Vance segir að evrópskir leiðtogar segi eitt um Úkraínustríðið opinberlega en allt annað í einkasamtölum – „Þetta getur ekki haldið endalaust áfram“
Fréttir
Í gær

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins