Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Önnur lyf eru einnig á markað með sömu virkni, eins og Mounjaro og Wegovy.
Fólk sem notar lyfið grennist gjarnan hratt og mikið og nær líkaminn ekki að fylgja þessu skjóta þyngdartapi. Þetta hefur reynst heppilegt fyrir lýtalækna sem græða á tá og fingri, þar sem margir leita nú til þeirra til að reyna að vinna gegn Ozempic andlitinu.
En hvað er Ozempic andlit? Það er þegar einstaklingur léttist mjög hratt og húðin er mjúk og laus, allar hrukkur eru dýpri og kinnarnar sokknar. Hugtakið var til dæmis notað þegar myndir af Sharon Osbourne og raunveruleikastjörnunni Scott Disick fóru á dreifingu. Þau bæði hafa gengist við því að nota lyfið.
Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“
Samkvæmt Dr. Amy Blake, húðlækni, er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir Ozempic andlit. Hún nefnir til dæmis andlitsjóga og góðar húðvörur. En hún segir lykilatriði vera að taka þyngdartapinu rólega, að reyna að hægja á ferlinuí stað þess að fara of geyst af stað.
En ef fólk er þegar komið með „Ozempic andlit“ þá er hægt að nota fylliefni til að bæta fyllingu í andlitið. Það er gjarnan sprautað efninu undir augu og í kinnar.
Style greinir frá þessu og má einnig lesa um andlitsjóga í annarri grein á miðlinum.
Sjá einnig: Fólk er að taka eftir nýrri aukaverkun – Kvarta yfir „Ozempic rassinum“