fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Skelfileg örlög níu ungmenna

Pressan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 09:29

Ungmennin sem fundust myrt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsleifar níu ungmenna, sem hurfu sporlaust í suðurhluta Mexíkó á dögunum, fundust í yfirgefnum bíl í vikunni. Grunur leikur á að liðsmenn mexíkósks eiturlyfjagengis hafi numið ungmennin á brott og myrt þau.

Um var að ræða níu einstaklinga, fjórar konur og fimm karla, á aldrinum 19 til 30 ára. Fólkið var í fríi í Oaxaca þegar skyndilega hætti að heyrast frá þeim þann 27. febrúar síðastliðinn.

Í frétt Mail Online kemur fram að aðkoman hafi verið skelfileg en búið var að hluta líkin í sundur og koma þeim fyrir í skotti bifreiðarinnar. Þá var búið að höggva hendurnar af fólkinu og fundust þær í poka skammt frá.

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins og segjast yfirvöld ekki vita hvað varð til þess að ungmennin voru numin á brott.

Í frétt Mail Online er vísað í umfjöllun NVINoticias þar sem fram kemur að grunur leiki á að ungmennin hafi verið í slagtogi með glæpagengi sem kallast Los Zacapoaxtlas.

Morð eru mjög tíð í Mexíkó og tengjast þau oftar en ekki átökum glæpagengja. Minna hefur þó verið um slík átök í Oaxaca-héraði sem notið hefur töluverðra vinsælda meðal ferðamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár unglingsstúlkur grunaðar um að hafa myrt 75 ára mann

Þrjár unglingsstúlkur grunaðar um að hafa myrt 75 ára mann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leigusali henti 94 ára konu út eftir 70 ár í íbúðinni – Síðan tók málið óvænta stefnu

Leigusali henti 94 ára konu út eftir 70 ár í íbúðinni – Síðan tók málið óvænta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vann 280 milljónir á skafmiða fyrir mistök

Vann 280 milljónir á skafmiða fyrir mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu