Diaa El-Sayed fyrrum þjálfari Mohamed Salah telur að leikmaðurinn vilji vera áfram í herbúðum Liverpool og segist vonast eftir því.
Samningur Salah rennur út í sumar og hefur hann ekki náð saman við félagið.
Diaa El-Sayed þjálfaði Salah árið 2011 í U20 ára liði Egyptalands og breytti honum úr bakverði í kantmann, Salah er í dag einn besti fótboltamaður í heimi.
„Hann hefur átt magnaðan tíma þarna,“ segir Diaa El-Sayed.
„Ég vona að hann verði áfram hjá Liverpool, allir í Egyptalandi vonast eftir því.“
„Ég veit að Salah elskar að vera í Liverpool og hann elskar borgina. Hann myndi elska það að vera áfram og klára ferilinn þarna, ég vil ekki heyra minnst á PSG eða Sádí Arabíu.“