Þetta er auðvitað ótrúlega mikið lausafé og meira að segja Jóakim Aðalönd ætti erfitt með að koma þessu fyrir í peningageymslunni sinni.
Buffett, sem er meðal þeirra fjárfesta sem bestum árangri hafa náð í gegnum tíðina, er þekktur fyrir að vita sínu viti þegar kemur að fjárfestingum og því má telja víst að hér sé um einhverja stóra áætlun að ræða hjá honum en hver hún er, það veit líklega enginn nema hann.
NBC News segir að Buffett hafi selt mjög hratt úr eignasafninu á síðustu ársfjórðungum og það sé mjög athyglisvert. Fjárfestar líta á þetta sem einhverskonar varnarstöðu hjá honum því lausafé getur ekki skilað ávöxtun eins og hlutabréf.
Þessi stefna er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess mikill uppgangur hefur verið á hlutabréfamarkaði síðustu misserin.
Í árlegu fréttabréfi sínu sagði Buffett að það sé ekki ætlunin að Berkshire eigi meira af hlutabréfum en lausafé. Hann skrifaði einnig að megnið af eignum Berkshire verði áfram í hlutabréfum.